Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegna snjómoksturs

02.12.2015

Kæru leigjendur Byggingafélags Námsmanna

 

Eins og allir vita hefur mikill snjór fallið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei áður hefur jafn mikill snjór mælst í Reykjavík í desembermánuði eins og nú er. Af þeim sökum er færð víða erfið, sér í lagi á bílaplönum og í innkeyrslum. Við þær aðstæður sem myndast hafa síðustu daga er jafnframt afar erfitt að fá tæki til snjóruðnings enda flestir sem slíka þjónustu veita uppteknir við að halda götum borgarinnar opnum en bílaplön og innkeyrslur eru látnar sitja á hakanum.

Byggingafélagið mun eftir fremsta megni láta moka akstursleiðir bílaplana en getur því miður ekki látið moka öll bílastæði. Þá verður ennfremur reynt að moka og bera á göngustíga við húseignir okkar. Við biðjum fólk að fara varlega og sýna þolinmæði á meðan færð er eins slæm og verið hefur undanfarna daga.

 

Við þökkum fyrir ábendingar og tilmæli sem send hafa verið til okkar síðustu daga. Við munum gera okkar besta.

Til baka