Beint á efnisyfirlit síðunnar

Varðandi húsleigubætur

13.12.2016

Kæru leigutakar Byggingafélags Námsmanna

 

Þann 1.janúar n.k færist greiðsla húsaleigubóta frá sveitarfélögunum yfir til nýrrar stofnunar á vegum ríkisins, Greiðslustofu húsnæðisbóta, sem er á vegum Vinnumálastofnunar. Mörg jákvæð skref eru stigin við þessa breytingu sem auðveldar umsóknarferlið og minnkar flækjustigið. Stærsta breytingin fyrir leigjendur Byggingafélagsins eru þær að ekki þarf lengur að þinglýsa húsaleigusamningum þar sem stofnunin mun fá beinan aðgang að samningunum í gegnum skrifstofu BN. Umsóknarferlið er algjörlega rafrænt og öll fylgigögn verða sótt með rafrænum hætti til þeirra stofnana sem í hlut eiga.

 

Mikilvægt er að leigjendur sendi nýjar umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2017 eigi síðar en 20.janúar n.k. í gegnum vefsíðuna husbot.is. Umsóknarferlið tekur aðeins nokkrar mínútur og hvetjum við ykkur til að senda inn umsóknir sem fyrst þar sem búist er við miklu álagi á kerfið í janúar. Við bendum sérstaklega á  að í skrefi nr. 4 í umsóknarferlinu, þar sem gefnar eru upplýsingar um tegund húsnæðs, þarf að velja „heimavist eða námsgarður“.

 

Allar frekari upplýsingar um hið nýja kerfi er ennfremur að finna á heimasíðu stofnunarinnar husbot.is

 

Starfsfólk BN

 

Til baka