Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilkynning varðandi geymslur

30.04.2019

Kæru íbúar

 

Á síðustu mánuðum hefur mikið safnast upp af hjólum og vögnum í sameiginlegum geymslum húsanna sem við teljum að sé í mörgum tilfellum frá fyrri íbúum.

 

Vikuna 13.-17 maí n.k. munum við fara í allar hjóla og vagnageymslur og fjarlægja hjól og vagna sem ekki eru merkt íbúðanúmeri eða nafni og símanúmeri eiganda. Öll hjól verða geymd í geymsluhúsnæði BN í tvær vikur eftir að þau hafa verið fjarlægð úr húsunum. Ef enginn vitjar þeirra á því tímabili verður þeim hent. Hjól og vagnar sem búið er að merkja verða að sjálfsögðu skilin eftir í geymslunum.

 

Við viljum því biðja ykkur að merkja með skýrum hætti hjól og vagna sem þið eigið í geymslunum í síðasta lagi 12.maí n.k.

 

Þá munum við einnig fjarlægja öll bíldekk úr geymslum húsanna og er það m.a. gert í ljósi atburða síðustu daga þar sem kviknað hefur í dekkjum og skemmt út frá sér. Við ítrekum því að óheimilt er að geyma annað en hjól og vagna í sameiginlegum geymslum húsanna og verður annað fjarlægt af hálfu starfsmanna BN og því fargað.

 

Ítrekun um þennan póst verður send út til allra íbúa í byrjun maí og aftur 10.maí.

Með bestu kveðju

Starfsfólk BN

 

Til baka