Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

UM SVÆÐIN

 

Hafnarfjörður - Bjarkavellir 5, 221

Nýlegar íbúðir á Völlunum í Hafnafirði. Rólegt og barnvænt umhverfi. Bæði skóli og leikskóli í hverfinu. Stutt er í alla þjónustu t.d Bónus. Skemmtilegar gönguleiðir, sundlaug og líkamsrækt í göngufæri. Strætisvagnar stoppa beint fyrir utan blokkina.

Reykjavík miðbær - Bólstaðarhlíð, Háteigsvegur og Skipholt, 105

Allar íbúðir BN í miðbænum eru vel staðsettar og því mjög stutt í alla þjónustu. Þarna eru leikskólar og grunnskólar á næsta leiti og miðbærinn ekki langt undan.

Reykjavík annað - Kapellustígur, Klausturstígur, Kristnibraut og Naustabryggja, 110 og 113 

Fallegar og nýlegar íbúðir í Grafarholti og Bryggjuhverfinu. Mikil náttúrufegurð og skemmtilegar gönguleiðir og útivistarsvæði. Þarna er líka stutt í verslun, strætisvagnar stoppa nálægt og bæði leikskóli og grunnskóli stutt frá.