Umsóknum um íbúðir þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem er að finna undir flipanum "Umsókn" í aðalvalmynd heimasíðunnar. Allir námsmenn geta sótt um en þó hafa námsmenn HR forgang. Hægt er að setja inn umsóknir allan ársins hring og er úthlutað hvenær sem laust er.
Athugið að biðlistar geta breyst vegna eftirfarandi atriða :
Húsnæði HR er almennt úthlutað til eins árs í senn. Stuðst er við úthlutunarreglur HR við úthlutun húsnæðis (sjá reglur undir flipanum umsókn). Skrifstofa Byggingafélags námsmanna sendir umsækjendum tilkynningu um úthlutun eða biðlistanúmer með rafrænum hætti á það tölvupóstfang, sem skráð er á umsóknina. Úthlutun og veru á biðlista skal staðfesta á heimasíðu Byggingafélags námsmanna fyrir tiltekinn tíma. Úthlutað er allan ársins hring.
Úthlutunarhafi (leigutaki) skrifar undir leigusamning áður en húsnæðið er afhent. Samningarnir eru alltaf gerðir til eins árs í senn og endurnýjast að þeim tíma liðnum að uppfylltum skilyrðum úthlutunarreglna (sjá reglur undir Umsóknir). Undirriti leigutaki ekki nýjan samning innan uppgefins tímafrests verður samningurinn ekki endurnýjaður og íbúð úthlutað til nýrra leigutaka.
Til að geta gengið frá samningi þarf að skila inn staðfestingu á skólavist með einingafjölda og tryggingu sem jafngildir þriggja mánaða leigu. Er annað hvort hægt að leggja tryggingafé inn á vörslufjárreikning Byggingafélagsins eða skila inn bankaábyrgð. Athugið að tryggingin er ekki fyrirframgreiðsla á leigu heldur er skilað í lok leigutíma, eftir að úttekt hefur farið fram og leigjandinn hefur staðið í skilum. Senda þarf póst á bn@bn.is til að fá bankaábyrgðina senda tilbaka eða vörsluféð greitt.
Hægt er að sækja um húsaleigubætur vegna leigu á öllu húsnæði Byggingafélags námsmanna en leigusamningar þurfa að gilda í lágmark 6 mánuði. Leigjendur sækja sjálfir um húsaleigubæturnar á www.husbot.is. Athugið að ekki þarf að þinglýsa samningnum.
Leigjendur þurfa að sækja OPENOW appið og skrá sig inn á því netfangi sem er í umsókninni. Þegar það er tilbúið þarf að tilkynna það með pósti á bn@bn.is. Lykillinn verður sendur í appið og virkjaður sama dag og samningur tekur gildi. Mikilvægt er að hafa kveikt á bluetooth tengingu til að geta tekið á móti lyklinum. Það er hægt að hafa appið í síma maka/meðleigjanda líka en það þarf einnig að vera skráð á sama netfang. Ef leigjandi skipti um síma/símkort þá þarf að endurtaka allt ferlið - ekki er hægt að ná í lyklana heldur þarf að senda póst á bn@bn.is.
Securitas veitir öryggisþjónustu fyrir íbúa á Nauthólsvegi 83 og 85. Ef upp koma aðstæður þar sem íbúar þurfa nauðsynlega að fá aðstoð utan opnunartíma Byggingafélags námsmanna, (sjá bn.is) er hægt að hringja í stjórnstöð Securitas s: 533-5533.
Vinsamlega athugið að kostnaður vegna útkalls kann að vera færður á íbúa ef ekki hefur verið brugðist rétt við þeim aðstæðum sem upp koma.
Ef brunaviðvörunarkerfi fer af stað af slysni:
Ef þið læsið ykkur úti eða hurðalæsingar bila:
1) Ef það gerist á opnunartíma Byggingafélagsins má hringja á skrifstofu félagsins í síma 570-6600 eða í umsjónarmenn félagsins (símanúmer eru á heimasíðunni bn.is).
2) Ef það gerist utan opnunartíma þarf að hringja í Securitas og geta þeir þá komið og opnað íbúðir. Íbúar þurfa að bera kostnað við opnun, nema ef um bilun í hurðakerfi er að ræða.
Vinsamlega munið að ekki er heimilt að raska svefnfriði frá miðnætti til kl. 7. Sé það ekki virt gæti þurft að takmarka aðgang að sameiginlegum svæðum.
Ekki gleyma að merkja póstkassann þegar þið flytjið inn.
Passa þarf að brjóta vel niður allan pappa áður en hann er settur í rörin svo þau stíflist ekki. Athugið að ef ruslið er fullt þá er alls ekki í boði að troða í rörin eða skilja eftir fyrir utan.