27.02.2017
Athugið að búið er að panta mokstur og verður byrjað strax í dag.
Umsjónarmenn félagsins fylgjast með plönum bæði vegna snjómoksturs og hálkuvarna og kalla eftir mokstri þegar á þarf að halda.
Rétt er að benda á að ekki er alltaf mögulegt að fá þjónustu strax sér í lagi þegar tíðin er eins og hún hefur verið síðustu daga. Getur þá tekið nokkra stund að fá þjónustuaðila á staðinn. Ennfremur bendum við á að þegar frost hefur verið mikið og klaki myndast á plönum getur verið ógerningur að skafa hann af.
Við biðjum leigutaka okkar að sýna þolinmæði og fara varlega í hálkunni - við reynum að gera okkar besta til að bæta úr.