Breytingar á gjaldskrá 2018

03.01.2018

Stjórn Byggingafélags Námsmanna ákvað á fundi sínum í lok desember s.l. eftirfarandi breytingar á gjaldskrá félagsins á árinu 2018.

  1. Leigugrunnur hækkar um 7,5% á alla samninga sem taka gildi eftir 1.apríl 2018.
  2. Hússjóðsgjöld hækka um 1.000.- kr. á mánuði frá 1.febrúar 2018.

Ástæða hækkunar húsaleigu má fyrst og fremst rekja til mikillar hækkunar opinberra gjalda á síðustu 2-3 árum sem koma til vegna ört hækkandi fasteignaverðs og þar með hærra fasteignamats. Launakostnaður hefur jafnframt aukist á s.l. árum en félagið hefur mætt þeirri áskorun með fækkun stöðugilda að því marki sem unnt er.  ATHUGIÐ að engar breytingar verða á núgildandi samningum heldur taka breytingar aðeins gildi á þeim samningum sem koma til endurnýjunar eftir 1.apríl 2018.

Hússjóðsgjöld hafa ekki staðið undir rekstri hússjóðsins að undanförnu. Má þar fyrst og fremst nefna að kostnaður við rekstur þvottahúsa hefur verið hár vegna tíðra bilana véla auk þess sem umhirða og umsjón í kringum sorpskýli hefur verið umtalsverð. Mikilvægt er að minna á nauðsyn þess að allir íbúar flokki sorp í þá tvo flokka sem gert er ráð fyrir (almennt sorp/pappi) og hendi ekki óbrotnum kössum í pappírsgáma.

Til baka