Í morgun, fimmtudaginn 9.júlí var dregið úr umsóknum um íbúðir í háskólagarða Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg. Mikil eftirspurn var eftir íbúðum og sérstaklega voru margar umsóknir um einstaklingsíbúðir en yfir 100 aðilar sóttu um slíkar íbúðir en aðeins 39 voru í boði í þessum áfanga. Á næstu dögum munu þeir sem dregnir voru út fá tilkynningu með tölvupósti um að þeim sé boðin íbúð. Vakin er athygli á því að nemendur hafa 3 daga til að staðfesta úthlutun.
Miðað er við að íbúðir verið afhentar í vikunni 10.-14.ágúst en í undantekningartilfellum gæti þó orðið örlítill dráttur á afhendingu einstakra íbúða og þá aðeins um nokkra daga.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Byggingafélagsins eða í gegnum tölvupóst bn@bn.is. Þeir sem ekki fengu úthlutun í þessum áfanga verða áfram á biðlista eftir íbúðum í samræmi við umsóknir sínar en geta verið í sambandi við skrifstofu til að fá frekari upplýsingar.
Að gefnu tilefni er bent á að framkvæmdir standa enn yfir á íbúðum HR við Nauthólsveg og því er ekki heimilt að fara um svæðið til að skoða íbúðir.
Til baka