Stúdentagarðar HR fyllast af lífi

11.08.2020

Fyrstu íbúðir í Stúdentagörðum HR við Nauthólsveg í Reykjavík voru afhentar í gær, mánudaginn 10.ágúst. Í þessum fyrsta áfanga að byggingu stúdentagarða HR eru 122 leigueiningar. Af þeim eru 36 herbergi með sérbaði og litlum eldhúskrók en jafnframt aðgangi að stórum sameiginlegum eldhúsum og setustofum. Auk þess eru í húsinu 39 stúdíóíbúðir, 35 tveggja herbergja íbúðir og 12 þriggja herbergja íbúðir.

Mikið líf var við háskólasvæðið í gær þegar íbúar steymdu að með sendibíla af öllum stærðum til að flytja inn húsbúnað í íbúðir sínar. Allar íbúðir í húsinu eru komnar í útleigu og mun húsið fyllast af íbúum í þessari viku og þeirri næstu.

Í öðrum áfanga, sem gert er ráð fyrir að taka í notkun í ágúst á næsta ári, verða 130 íbúðir til viðbótar.

 

Til baka

Myndir með frétt