Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur áður en umsóknin er útfyllt. Hver umsækjandi getur einungis átt inni eina umsókn hverju sinni, til að geta lagt inn nýja umsókn þarf fyrst að hætta við fyrri umsókn.
Um leið og þið leggið inn umsókn viljum við benda ykkur á að vera vakandi yfir tölvupósti og staðfesta úthlutun eða hafna um leið og hún berst. Jafnframt biðjum við umsækjendur um að breyta og uppfæra upplýsingar eftir að umsókn er send inn og ef þörf er á, s.s. símanúmer eða netföng, þar sem mikilvægt er að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri.