Kæru Íbúar
Við óskum þér/ykkur velkomin í húsnæði Byggingafélags námsmanna.
Við viljum minna á nokkur atriði:
- Að merkja póstkassann strax og íbúð er afhent þar sem allur póstur er endursendur ef póstkassi er ekki merktur.
- Byggingafélag námsmanna sér um að tilkynna flutninga til orkuveitufyrirtækja
- Bannað er að reykja og veipa innan hússins. Þeir sem reykja, vinsamlegast berið virðingu fyrir nágrönnum ykkar og gangið vel eftir ykkur. Brot á reglum um reykingar leiða til þess að nauðsynlegt er að endurmála veggi/loft að öllu leyti á kostnað leigutaka.
- Stranglega bannað er að byrgja glugga með því að líma ruslapoka eða annað fyrir gluggana. Einnig er óheimilt að setja upp svartar myrkvunargardínur fyrir glugga þar sem mikil hætta er á að rúður springi þegar slíkt er gert.
- Vinsamlegast virðið hávaðareglur !!!!!! Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni.
- Gæludýr eru ekki leyfð í húsnæði Byggingafélags námsmanna til lengri eða styttri tíma. Brot á reglum um húsdýr leiða til þess að nauðsynlegt er að endurmála veggi/loft að öllu leyti á kostnað leigutaka.
- Mjög mikilvægt er að muna að skila athugasemdum ef leigjendur telja ástand húsnæðis ekki samræmast úttektarblaði umsjónarmanna, innan viku frá afhendingu íbúðar. Athugasemdum ber að skila inn á heimasvæðið á bn.is. Athugasemdir eru skráðar og geymdar þar til skil á íbúð fara fram að nýju.
- Vinsamlega athugið að reikningar fyrir leigunni koma í heimabanka undir rafræn skjöl, ekki er sendur út greiðsluseðill nema þess sé sérstaklega óskað. Þá skal senda inn ósk um slíkt með tölvupósti á netfangið hha@bn.is eða bn@bn.is.
Vinsamlegast virðið nágranna ykkar og umhverfi og athugið að Byggingafélag námsmanna tekur hart á brotum!
Flutt í nýtt húsnæði
- Daginn áður en flutt er inn þurfa leigjendur að senda póst á bn@bn.is og fá uppgefið hvenær húsnæðið er tilbúið til afhendingar. Umsjónarmaður fasteigna gerir úttekt á húsnæðinu við hver leigjendaskipti og skrifar nýr leigjandi undir úttekt umsjónarmanns, þar sem hann samþykkir ástand húsnæðisins. Leigjandi fær síðan 7 daga frest til að gera athugasemdir við úttektina og er þeim skilað í gegnum heimasvæði leigjandans. Að þeim tíma liðnum er litið svo á, að úttekt umsjónarmanns sé samþykkt. Telji leigutaki þörf á lagfæringu íbúðarinnar skal senda inn verkbeiðni um slíkt inn á mínum síðum.
Búnaður í íbúðum
Engin húsgögn eru í íbúðum félagsins en í íbúðum á Klausturstíg, Kapellustíg, Bjarkavöllum og Skipholti fylgir lítill ísskápur.
Hólfin í innréttingum fyrir ísskápa eru í þessum stærðum :
- Bólstaðarhlíð : hæð 178
- Háteigsvegur : hæð 184
- Naustabryggja : hæð 160
- Kristnibraut : hægt er að breyta hæðinni
Tæknileg atriði
Útsog
Í baðherbergjum er útsog, það má ekki tengja barka frá þurrkara við útsogið.
Ofnlokar
Á ofnum eru hita- og rennslislok. Til að halda hitavatnsnotkun í lágmarki verður að gæta þess að þeir verið ekki fyrir hnjaski og ekki stilltir mikið yfir 3.
Neysluvatn
Hreinsa verður sigti blöndunartækja og skipta um þau þegar rennsli minnkar frá þeim.
Í nýjum íbúðum er nokkuð um að steinkorn setjist á pakkningar blöndunartækja og salerna og valdi sírennsli, hreinsa verður pakkningar strax. Sírennsli getur skemmt út frá sér.
Gólfdúkur
Gólfdúkurinn er linoleum dúkur. Við afhendingu er búið að bóna hann en til að halda honum góðum þarf að halda því við.
Dagleg hreinsun - rykþurrkun : Gott er að fjarlægja laust ryk og óhreinindi með einnota þurrku eða rökum klút.
Með reglulegu millibili:
- Hálfsmánaðarlega skal fara yfir gólfið með þvegli og volgu þvottavatni. Best er að nota hreinsiefni sem sameinar hreinsun og vernd og gefur því kost á að bóna um leið og náð er daufum gljáa.
- Tvisvar á ári er ráðlegt að endurnýja bónið, með bóni sem ekki blandast í vatn.
Parket
Þrífa skal parket reglulega með þar til gerðum hreinsiefnum.
Viðhald
Gæta skal þess að ekki myndist kísilútfellingar á veggflísum og hreinlætistækjum.
Myndist þéttiraki innan á gler (vegna kulda og fl.) er mjög mikilvægt að lofta út og þurrka það vatn sem sest í gluggann svo það valdi ekki skemmdum á honum.
Ekki má þrífa spónlagða hluti svo sem eldhúsinnréttingu og innihurðir, með salmíaki. Nota skal t.d. brúnsápu.
Smyrja verður útihurða-, glugga- og svalahurðaskrár einu sinni á ári með þunnri olíu.
Þvottavél og þurrkari
Ekki er gert er ráð fyrir þvottavél inni á baðherbergjum allra íbúða.
Búið er að setja upp sameiginlega þvottavél(ar) og þurrkara í sameign. Notkun á þvottavél og þurrkara er gjaldfrjáls.
Rafmagn – hiti – sími
- Það er sér rafmagnsmælir fyrir hverja íbúð og mun viðkomandi rafveita sjá um að senda ykkur reikninga fyrir því. Skrifstofa Byggingafélags námsmanna sér um að tilkynna nýja notendur þegar leigjandi flytur inn og tilkynnir einnig leigjandann út. Ekki mega leigjendur tilkynna sig sjálfir út.
- Hiti er rukkaður af veitufyrirtækjum.
- Gengið hefur verið frá fastlínutengingu á síma inn í sérhverja íbúð í húseignum Byggingafélagsins. Leigjandi þarf sjálfur að tilkynna flutning á símanúmeri eða fá sér nýtt númer og er þá nóg að gefa upp staðsetningu (t.d. Bólstaðarhlíð 23) og íbúðanúmer sitt. Ef fólk vill fá ljósleiðara er leyfilegt að hafa samband við gagnaveituna og fá hann settan upp. Nú þegar er búið að setja upp ljósleiðara í mörgum íbúðum og er hægt að hafa samband vð gagnaveituna til að athuga hvort tenging sé komin.
Tryggingar
Byggingafélag námsmanna er með lögbundna brunatryggingar á öllum húsum félagsins. Íbúar verða sjálfir að kaupa aðrar tryggingar s.s. innbústryggingu.
Raki innanhúss
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að í nýjum íbúðum er oftast byggingarraki, því er nauðsynlegt að loftræsa vel. Helst er hægt að koma í veg fyrir rakamyndun með því að takmarka raka í eldhúsi og baði, en einnig þarf að loftræsta herbergi vel. Nýjustu þéttilistar á gluggum og hurðum geta gert íbúðina ótrúlega þétta.
Til þess að koma í veg fyrir rakabletti (myglubletti o.s.frv.) er gott að hafa eftirfarandi í huga.
Herbergi
- Opnið glugga nokkrum sinnum á dag, stutta stund í einu.
- Lokið ekki fyrir hitann þó herbergi sé ónotað.
- Setjið ekki skápa og stór húsgögn alveg að útvegg, leyfið lofti að komast að bakhlið.
- Byrgið ekki ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum.
- Ef rúður döggva skal loftræsta betur, t.d. með því að opna út í önnur herbergi.
Eldhús
- Látið gufugleypa ganga við matargerð, séu þeir til staðar. Hafið lok á pottum við matargerð, það minnkar rakamyndun. - Loftræsið eftir matargerð.
Bað
- Lokið aldrei fyrir loftræstilögn. Loftræsið vel eftir böð. Forðist að þurrka þvott innan íbúðar.
Flutningur
- Munið að tilkynna flutning til viðkomandi aðila, t.d.:
- Hagstofan – Íslandspóstur --- Banki --- Blaðadreifing og fleira
Húsreglur félagsins og lýsingu á því hvernig íbúðinni skal skilað, er að finna á skápahurð fyrir ofan vask í eldhúsinnréttingu. Einnig er að finna lýsingu hér fyrir neðan undir Þegar íbúðum er skilað.
Bannað er að negla á veggi íbúða – nota skal myndalista – sjá húsreglur. Einnig skal það tekið fram að ólöglegt er að tengja íbúðir saman utanhúss sem innan fyrir sjónvarpsrásir sem greiða þarf afnotagjald af og nota þarf sérstakan myndlykil. Slíkt er með öllu ólöglegt.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu BN
Uppsögn/skil á húsnæði
Húsnæði er sjálfkrafa sagt upp við lok leigusamnings. Þremur mánuðum fyrir lok leigutíma fá leigjendur póst þar sem þeim er tilkynnt að þeir hafi 10d aga til að framlengja eða segja upp í gegnum heimasvæðið sitt. Þeir sem hyggjast leigja áfram eftir að samningstímabili lýkur, þurfa að biðja um framlengingu samnings þremur mánuðum fyrir lok leigutímans. Ef húsnæði er sagt upp áður en leigutíma lýkur skal nota þar til gert uppsagnarform á heimasvæði leigjandans. Byggingafélag námsmanna áskilur sér rétt á þriggja mánaða uppsagnafresti á leigutímabilinu og telur uppsögnin frá næstu mánaðarmótum. Uppsagnarfrestur styttist ef skrifstofa Byggingafélags Námsmanna getur að beiðni leigjanda útvegað nýjan íbúa fyrr en fresturinn verður þó aldrei styttri en einn mánuður frá uppsögn. Ekki er hægt að draga uppsögn tilbaka sé nýr leigjandi búinn að taka við samningi. Ekki er hægt að breyta dagsetningu í óska eftir að losna fyrr nema í samráði við skrifstofu BN og þarf að senda þá beiðni á bn@bn.is.
Hægt er að sækja um flutning innan kerfis eftir hálft ár í leigu hjá Byggingafélaginu. Til þess þarf að setja inn nýja umsókn á www.bn.is.
Þegar íbúðum er skilað
- Íbúð þarf að þrífa á hefðbundinn hátt. Veggi og loft þarf að þvo.
- Gólfdúka á að þvo og bóna, partketgólf skal þvo vel.
- Eldavél og bakaraofn skal þrífa vel, bæði að innan og utan ásamt fylgihlutum s.s. grindum og skúffum. Affrysta þarf ísskápinn og þrífa hann vel, líka á bakvið. Best er að hafa hann í sambandi og í gangi við skil.
- Viftu skal opna og þrífa að innan og skipta um filter. Filter fæst t.d. hjá Ormsson í Ármúla.
- Hreinlætistæki, krana og blöndunartæki skal þrífa vel með til þess gerðum efnum og hreinsa af kísil. Gott er að eiga gúmmí sköfu til að skola sturtuklefann reglulega með köldu vatni og halda honum þannig hreinum.
- Nauðsynlegt er að þrífa vel niðurföll á baði, bæði í sturtu og undir vaski.
- Glugga skal þvo að innan og að utan þar sem það er hægt.
- Allar perur skulu vera virkar í ljósum. Best er að kaupa litlu kringlóttu perurnar í undirskápa ljósunum hjá Ikea eða Rafkaup.
- Skila þarf öllum þeim lyklum sem leigjandi hefur haft.
Munið eftir að tilkynna flutning ykkar til viðkomandi aðila, eins og Pósturinn, Hagstofan o.fl.