Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um umsókn hjá BN

Umsókn 

  • Nauðsynlegt er að kynna sér úthlutunarreglur áður en sótt er um íbúð hjá BN
  • Mjög mikilvægt er að fylla boxin út með sem nákvæmustu upplýsingum, sérstaklega varðandi skóla og námsbraut
  • BN hafnar öllum þeim umsóknum sem eru ekki rétt út fylltar
  • Ekki er hægt að sækja um fjölskylduíbúð nema vera skráður með börn. Tilgreina skal nöfn barna í fyrra svæðið og fæðingardag þess í seinna svæðið, einnig ef um er að ræða ófætt barn.
  • Æskilegt er að gefa upp rétt símanúmer og maka ef hann er skráður á umsókn.
  • Ekki er hægt að breyta umsókn eftir að henni hefur verið skilað inn

Kröfur

  • Til að leigja hjá BN þarf að skila inn staðfestingu á skólavist með lágmark 18-20 einingur per önn 
  • Einnig þarf að ganga frá tryggingu sem er þrír mánuðir og annað hvort hægt að sækja um bankaábyrgð eða leggja peninginn inn hjá okkur. Ekki er hægt að nota annars konar tryggingar
  • Allir samningar þurfa að vera undirritaðir rafrænt í gegnum www.signet.is 

Afhending lykla

  • Lyklar afhendast á skrifstofu BN sem er opin alla virka daga frá kl.10-14. Ekki er hægt að fá lykla afhent áður en samningurinn tekur gildi. Íbúðin er tilbúin eftir kl.16 á afhendingardegi. 
  • Við afhendingu lykla opnast afhendingarblað fyrir athugasemdir inni á heimasvæði leigutaka og er opið í 7 daga. Allar athugasemdir fara eingöngu þar inn. 

Skil á íbúð

  • Við skil á íbúð er bókuð úttekt með umsjónarmanni og fer hún fram í íbúðinni. Einnig þarf að afhenda alla lykla þá. 
  • Eftir skilin er hægt að óska eftir skilum á tryggingunni. Ef leigutaki var með bankaábyrgð þá þarf að senda póst á bn@bn.is með nafni, kennitölu og heimilisfangi og óska eftir niðurfellingu ábyrgðar. Ef leigutaki var með vörslufé þá þarf að senda póst á gudrun@bn.is með bankaupplýsingum til að óska eftir endurgreiðslu. 
  • Ekki er hægt að endurgreiða/fella niður tryggingu nema lyklum hafi verið skilað, samningi lokið og leigutaki búinn að gera upp alla reikninga við BN. 

 

Notendanafn og lykilorð er sent í tölvupósti þegar umsókn hefur verið send inn. Aðganginn notar umsækjandi síðan til að fylgjast með stöðu sinni á biðlistum og staðfesta veru sína á þeim. Viðkomandi fellur út af biðlista ef hann/hún staðfestir ekki biðlistanúmer sitt milli 1. og 5. hvers mánaðar.

Umsækjandi fellur út af viðkomandi biðlista þegar hann hafnar íbúðartilboði í þriðja sinn. Umsækjendum er bent á að kynna sér gildandi úthlutunarreglur.