Leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar
Fyllið umsóknina eins nákvæmlega út og unnt er. Heimilt er að vísa umsókn frá ef hún er talin ófullnægjandi eða ef fram kemur að upplýsingar reynast rangar. Með því að senda inn umsókn sína gefur umsækjandi Byggingafélagi Námsmanna heimild til að sannreyna uppgefnar upplýsingar.
Stjörnumerkt svæði verður að fylla út.
Velja þarf tegund umsóknar, Nýr leigjandi, Framhaldsleiga og Ósk um flutning.
Athugið í tegund íbúðar að einungis barnafólk getur sótt um fjölskylduíbúð. Öllum öðrum umsóknum um fjölskylduíbúð er hafnað.
Tilgreina skal hvenær umsækjandi hefur/hóf núverandi nám.
Tilgreina skal hvenær umsækjandi áætlar námslok í núverandi námi.
Tilgreina skal við hvaða deild umsækjandi stundar núverandi nám.
Tilgreina skal hvaða námsbraut umsækjandi stundar nám sitt við.
Fylla skal í samsvarandi og umbeðnar upplýsingar fyrir maka ef það á við.
Tilgreina skal nöfn barna í fyrra svæðið og fæðingardag þess í seinna svæðið, einnig ef um er að ræða ófætt barn.
Tilgreina skal hvenær umsækjandi óskar eftir að fá húsnæðið.
Æskilegt er að gefa upp rétt símanúmer og maka ef hann er skráður á umsókn.
Nauðsynlegt er að gefa upp rétt tölvupóstfang til að hægt sé að vera í samskiptum við umsækjanda vegna úthlutana.
Einnig getur umsækjandi komið fram með aðrar upplýsingar óski hann þess t.d. fjölskylduhagi, húsnæðismál o.þ.h.
Notendanafn og lykilorð er sent í tölvupósti þegar umsókn hefur verið send inn. Aðganginn notar umsækjandi síðan til að fylgjast með stöðu sinni á biðlistum og staðfesta veru sína á þeim. Viðkomandi fellur út af biðlista ef hann/hún staðfestir ekki biðlistanúmer sitt milli 1. og 5. hvers mánaðar.
Umsækjandi fellur út af viðkomandi biðlista þegar hann hafnar íbúðartilboði í þriðja sinn. Umsækjendum er bent á að kynna sér gildandi úthlutunarreglur.