Upplýsingar HR

Umsóknir

Umsóknum um íbúðir þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem er að finna undir flipanum "Umsókn" í aðalvalmynd heimasíðunnar. Allir námsmenn geta sótt um en þó hafa námsmenn HR forgang. Hægt er að setja inn umsóknir allan ársins hring og er úthlutað hvenær sem laust er.

 

Biðlistar

Athugið að biðlistar geta breyst vegna eftirfarandi atriða :

 

Umsækjendur um framhaldsleigu fara fremst í röðina á meðan umsókn er afgreidd en detta út af listanum þegar gengið hefur verið frá nýjum samningi.

Umsækjendur í HR raðast fremst í röðina, á eftir umsækjendum um framhaldsleigu.

Umsækjendur um flutning innan kerfis raðast í þriðja hver sæti.

Námsmenn aðildarskóla raðast á eftir umsóknum frá HR námsmönnum.

Námsmann utan aðildarskóla raðast þar á eftir.

Aðrar umsóknir.

 

Úthlutun

Húsnæði HR er almennt úthlutað til eins árs í senn.  Stuðst er við úthlutunarreglur HR við úthlutun húsnæðis (sjá reglur undir flipanum umsókn). Skrifstofa Byggingafélags námsmanna sendir umsækjendum tilkynningu um úthlutun eða biðlistanúmer með rafrænum hætti á það tölvupóstfang, sem skráð er á umsóknina. Úthlutun og veru á biðlista skal staðfesta á heimasíðu Byggingafélags námsmanna fyrir tiltekinn tíma.  Úthlutað er allan ársins hring.

 

Samningar / Gjaldskrá

Úthlutunarhafi (leigutaki) skrifar undir leigusamning áður en húsnæðið er afhent. Samningarnir eru alltaf gerðir til eins árs í senn og endurnýjast að þeim tíma liðnum að uppfylltum skilyrðum úthlutunarreglna (sjá reglur undir Umsóknir).  Undirriti leigutaki ekki nýjan samning  innan uppgefins tímafrests verður samningurinn ekki endurnýjaður og íbúð úthlutað til nýrra leigutaka.

 

Til að geta gengið frá samningi þarf að skila inn staðfestingu á skólavist með einingafjölda og tryggingu sem jafngildir þriggja mánaða leigu. Er annað hvort hægt að leggja tryggingafé inn á vörslufjárreikning Byggingafélagsins eða skila inn bankaábyrgð. Athugið að tryggingin er ekki fyrirframgreiðsla á leigu heldur er skilað í lok leigutíma, eftir að úttekt hefur farið fram og leigjandinn hefur staðið í skilum. Senda þarf póst á bn@bn.is til að fá bankaábyrgðina senda tilbaka eða vörsluféð greitt.

 

Aukaafrit af leigusamningi kostar 1.000 kr.

Umsýslugjald fyrir hvern stofnaðan samning og fyrir endurnýjun samnings og framlengdan er 5.000 kr.

Milliflutningsgjald er 12.500 kr.

Vinsamlegast athugið að það er bannað með öllu að geyma rusl á sameiginlegum stigagangi - ef umsjónarmenn sjá ruslapoka fyrir utan íbúðir verður hann fjarlægður á kostnað íbúa.

Hægt er að óska eftir aukapílu og kostar það 1.000 kr.

Það kostar 10.000 kr að kalla út starfsmann til að opna íbúðir utan vinnutíma, frá kl.9-16 á virkum dögum.

 

Húsaleigubætur

Hægt er að sækja um húsaleigubætur vegna leigu á öllu húsnæði Byggingafélags námsmanna en leigusamningar þurfa að gilda í lágmark 6 mánuði. Leigjendur sækja sjálfir um húsaleigubæturnar á https://hms.is/husnaedi/husnaedisbaetur. Athugið að ekki þarf að þinglýsa samningnum.

 

OPENOW appið

Við upphaf leigusamnings fær leigutaki afhenta aðgangspílu sem gengur að útihurð íbúðar ásamt sameign hússins. Aðgangspílu skal ávallt nota þegar gengið er um húsið. Lykill í síma (app) er valmöguleiki sem íbúar geta nýtt en skal aðeins nota sem varaleið. Leigusali tekur ekki ábyrgð á kostnaði sem kann að falla til ef íbúar hafa ekki aðgangspílu meðferðis og aðgangsstýring í gegnum síma virkar ekki.

Leigjendur geta sótt OPENOW appið og skrá sig inn á því netfangi sem er í umsókninni. Þegar það er tilbúið þarf að tilkynna það með pósti á bn@bn.is. Lykillinn verður sendur í appið og virkjaður sama dag og samningur tekur gildi. Mikilvægt er að hafa kveikt á bluetooth tengingu til að geta tekið á móti lyklinum. Það er hægt að hafa appið í síma maka/meðleigjanda líka en það þarf einnig að vera skráð á sama netfang. Ef leigjandi skipti um síma/símkort þá þarf að endurtaka allt ferlið - ekki er hægt að ná í lyklana heldur þarf að senda póst á bn@bn.is.

 

Securitas

Securitas veitir öryggisþjónustu fyrir íbúa á Nauthólsvegi 83 og 85. Ef upp koma aðstæður þar sem íbúar þurfa nauðsynlega að fá aðstoð utan opnunartíma Byggingafélags námsmanna, (sjá bn.is) er hægt að hringja í stjórnstöð Securitas s: 533-5533.

 

1)         Ef það gerist á opnunartíma Byggingafélagsins má hringja á skrifstofu félagsins í síma 570-6600 eða í umsjónarmenn félagsins (símanúmer eru á heimasíðunni bn.is).

 

2)         Ef það gerist utan opnunartíma er hægt að hringja í Securitas og geta þeir þá komið og opnað íbúðir. Íbúar þurfa að bera kostnað við opnun.

 

Öryggisnúmer fyrir íbúa Nauthólsvegar: 530-2400

Öryggismiðstöðin veitir öryggisþjónustu fyrir íbúa Nauthólsvegar 83 og 85. Ef upp koma aðstæður þar sem íbúar þurfa nauðsynlega aðstoð utan opnunartíma Byggingafélags námsmanna, (sjá bn.is) er hægt að hringja í stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar s: 530-2400.

Vinsamlegast athugið að kostnaður vegna útkalls kann að vera færður á íbúa ef ekki hefur verið brugðist rétt við þeim aðstæðum sem koma upp.

Ef brunaviðvörunarkerfi fer af stað af slysni:

1) Hringja í öryggisnúmer Öryggismiðstöðvarinnar s: 530-2400 og afturkallið boð ef um falsboð er að ræða. Ef ekki er hringt mun Öryggismiðstöðin senda öryggisvörð á staðinn með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa.

2) Fara þarf í anddyri stigahússins og að stjórnstöð brunaviðvörunarkerfis, ef væl er frá stöðinni sjálfri þarf að passa að lykli sé snúið til hægri þannig að slökkt sé á ljósi við „Læsa hnöppum“, og ýta á takkan „Stöðva vælu“. Ef sírenur eru í gangi þá þarf að ýta á takkann „Stöðva hljóðgjafa“ til að slökkva á þeim. ATHUGIÐ að nóg er að ýta einu sinni á takkann en það getur tekið nokkrar sekúndur fyrir sírenur að stoppa.

3) Komið í veg fyrir að reykur berist að skynjara og loftið út úr íbúðinni eins fljótt og hægt er. ATH að það má alls ekki taka skynjarann úr loftinu þar sem slíkt veldur villu í kerfinu.

4) Ýta svo á hnappinn „Endursetning“ á stjórnstöð brunaviðvörunarkerfis og þá birtist orðið „Tilbúið“ á skjá stöðvarinnar. Ef kerfi fer aftur í gang af völdum sama skynjara þá er hægt að bíða í ca. 30 mínútur meðan loftað er út og prófið að endursetja aftur.

 

Gagnlegar upplýsingar

Netið er á vegum HR og hægt er að fá aðstoð með því að senda póst á help@ru.is

Þvottahúsið er í kjallaranum, C-megin í húsinu. Hægt er að nota vélarnar kl. 7-22.

Vinsamlega munið að ekki er heimilt að raska svefnfriði frá miðnætti til kl. 7. Sé það ekki virt gæti þurft að takmarka aðgang að sameiginlegum svæðum.

 

Ekki gleyma að merkja póstkassann þegar þið flytjið inn.

 

Passa þarf að brjóta vel niður allan pappa áður en hann er settur í rörin svo þau stíflist ekki. Athugið að ef ruslið er fullt þá er alls ekki í boði að troða í rörin eða skilja eftir fyrir utan.

 

Við hvetjum leigjendur til að vera með lykil í símanum og pílu til öryggis ef annað hvort týnist eða virkar ekki tímabundið.

Geymsla fylgir með hverri íbúð og er þær að finna í kjallaranum.

Hjólageymslur eru í öllum stigagöngum hússins. Hjólageymslur í B og C húsi eru í kjallara en í A húsi á 1.hæð. Athugið að hluti af íbúðum C-hússins (vesturhluti) er með aðgengi að hjólageymslu í B-stigagangi. Er það gert til að dreifa álagi á hjólageymslurnar.

Verið er að vinna í að skrá inn fastanúmer fyrir íbúðirnar en þar til þau eru tilbúin geta leigjendur notað 232-7996 til þess að sækja um húsaleigubætur á www.husbot.is.

Fjöldi bílastæða við Háskólagarða HR er takmarkaður samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar. Miðað er við að aðeins lítill hluti íbúa sé á bíl. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðir.

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta hlaðið rafmagnsbíla sína í tólf hleðslustæðum sem búið er að koma upp við háskólann í Reykjavík í samstarfi við Hlaða ehf.